Karl vill leiða listann

Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur ákveðið að bjóða sig fram í 1. sæti framboðslista framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi norður vegna komandi þingkosninga. Valið verður á listann á tvöföldu kjördæmisþingi í lok mánaðarins.

„Ég hef setið á Alþingi frá árinu 2013 fyrir Reykjavíkurkjördæmi suður. Í störfum mínum hef ég m.a. lagt áherslu á heilbrigðismál, skattamál og málefni tengd öldruðum, Þá hef ég lagt fram frumvörp og þingsályktunartillögur sem tengjast þessum málaflokkum,“ segir Karl í fréttatilkynningu.

„Framsóknarflokkurinn hefur verið í fararbroddi í ríkisstjórnarsamstarfi sem hefur skilað miklum árangri. Verkefnin framundan eru ekki síst að stórauka framlög til heilbrigðiskerfisins, bæta kjör aldraðra og öryrkja og sjá til þess að ungt fólk geti eignast þak yfir höfuðið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert