Jón Gunnarsson gefur áfram kost á sér

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gefur áfram kost á sér til setu á Alþingi eftir næstu þingkosningar. Þetta staðfestir hann í samtali við mbl.is. Spurður hvaða sæti hann stefni á segir hann að það verði upplýst síðar.

Prófkjör sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi fer fram 10. september. Frestur til að skila inn framboðum rennur út 19. ágúst. Jón hefur verið þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 2007. Hann var í þriðja sæti framboðslista sjálfstæðismanna í kjördæminu í síðustu kosningum.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk fimm þingmenn kjörna í Suðvesturkjördæmi í síðustu kosningum, Bjarna Benediktsson, Ragnheiði Ríkharðsdóttur, Vilhjálm Bjarnason og Elínu Hirst auk Jóns. Ragnheiður hefur lýst því yfir að hún ætli ekki að gefa áfram kost á sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert