Ellefu í framboði í Suðurkjördæmi

mbl.is/Hjörtur

Alls bárust ellefu framboð í prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, en framboðsfrestur er runninn út.

Tekist verður á um oddvitasætið en þar er sótt að Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem sækist áfram eftir fyrsta sætinu. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, stefnir á fyrsta sætið og það sama á við um Pál Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóra. Þá hefur Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður flokksins, lýst yfir framboði í eitt af efstu sætunum.

Frambjóðendur í Suðurkjördæmi í stafrófsröð:

Árni Johnsen
Ásmundur Friðriksson
Bryndís Einarsdóttir
Brynjólfur Magnússon
Ísak Ernir Kristinsson
Kristján Óli Níels Sigmundsson
Oddgeir Ágúst Ottesen
Páll Magnússon
Ragnheiður Elín Árnadóttir
Unnur Brá Konráðsdóttir
Vilhjálmur Árnason

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert