Kynna húsnæðismál í fimm liðum

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir áfangasigur nást í afnámi …
Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir áfangasigur nást í afnámi verðtryggingarinnar. mbl.is/Þórður Arnar

Húsnæðismál eru meðal þeirra frumvarpa sem ríkisstjórnin ætlar að kynna í Hörpu klukkan eitt í dag. Hugmyndin sem ríkisstjórnin mun kynna í húsnæðismálum er í fimm liðum og gerir ráð fyrir ákveðnu valfrelsi. Þetta segir Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra. 

Ráðherra staðfestir að verðtrygging, séreignarsparnaður og húsnæðismálin hafi verið til umræðu á fundi flokksins nú í morgun

„Enn og aftur leitar Framsókn leiða til að bæta hag heimilanna,“ sagði Sigrún og bætti við að hugmyndirnar taki til fyrstu íbúðakaupa. „Það eru þarna ýmsar leiðir  verða kynntar í Hörpunni núna á eftir. Þetta er í fimm liðum og þarna er talað um valfrelsi, hvernig fólk gerir þetta.“ 

Ráðherra kveðst vera sátt við hugmyndirnar. „Þetta er áfangasigur finnst mér í afnámi verðtryggingar, því það er mjög erfitt að taka verðtrygginguna af í einu skrefi,“ sagði Sigrún. „Við erum að leita leiða til að bæta hag heimilanna. Þegar við lækkuðum skuldir heimilanna þá var unga fólkið ekki með í því, af því að það hafði ekki keypt íbúð og nú erum við að reyna að koma til móts við það.

Sigrún hefur tilkynnt að hún muni ekki gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu. „Ég notaði þessi orð á þingflokksfundinum núna að það er eiginlega verst að vera hætta, því það væri svo spennandi að fara út í kosningabaráttu og kynna málin.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert