Kynna úrræði fyrir nýja kaupendur

Sigurður Ingi og Bjarni.
Sigurður Ingi og Bjarni. mbl.is/Golli

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hafa boðað til fréttamannafundar í Hörpu klukkan 13 í dag þar sem kynnt verða ný úrræði ríkisstjórnarinnar til aðstoðar nýjum kaupendum á húsnæðismarkaði, samkvæmt upplýsingum mbl.is.

Sig­urður Ingi sagði í þættinum Þjóðbraut á Hringbraut um helgina að frumvarpið væri í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.

Hin svonefndu Íslandslán, þ.e. 40 ára jafngreiðslulán til húsnæðiskaupa, myndu heyra sögunni til verði frumvarpið samþykkt.

Eins yrði boðið upp á hvata til þess að taka óverðtryggð lán og komið „myndarlega“ til móts við fyrstu kaupendur að fasteign.

Frétt mbl.is: Kynna ný úrræði í húsnæðislánum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert