Séreignarsparnaðarleiðin framlengd um 2 ár

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, telur of mikla forsjárhyggju felast í …
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, telur of mikla forsjárhyggju felast í verðtryggingafrumvarpinu. mbl.is/Eggert

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segist persónulega vera mjög hlynnt því frumvarpi um séreignarsparnað sem verið er að kynna í Hörpu á fundi sem hófst núna klukkan eitt og kynnt var fyrir þingmönnum stjórnarflokkanna í morgun.

„Í þessu frumvarpi um séreignarsparnaðarleiðina er gert ráð fyrir að framlengja um tvö ár til viðbótar leyfi þeirra sem fóru inn í þetta 2014 og að aðrir geti byrjað að nýta sér þennan möguleika á nýjan leik,“ segir Ragnheiður.

Á fundinum er einnig kynnt frumvarp sem draga á úr vægi verðtryggingar á húsnæðislánum en auka vægi óverðtryggðra lána. Sjálf segist Ragnheiður vera mjög hlynnt séreignarsparnaðarleiðinni. „En  ég dreg í efa að flokkurinn minn eigi að standa í því að ráða fyrir neytendur hvort þeir taka 25 eða 40 ára lán í verðtryggingu. Þá finnst mér forsjárhyggjan vera komin dálítið langt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert