Haukur dregur framboð sitt til baka

Haukur Logi Karlsson hefur dregið framboð sitt til baka.
Haukur Logi Karlsson hefur dregið framboð sitt til baka. Ljósmynd/Aðsend

Haukur Logi Karlsson hefur dregið  framboð sitt til forystu á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík til baka. Hann segir að aðstæður hafi breyst hjá sér á þeim tólf dögum sem eru liðnir síðan hann steig inn í pólitíkina.

„Fyrir tólf dögum síðan steig ég inn í pólitíkina vongóður um að ég gæti látið gott af mér leiða. Nú tólf dögum síðar hafa aðstæður hjá mér breyst sem leiðir til þess að ég mun ekki geta gefið mér þann tíma í kosningabaráttu sem nauðsynlegur væri, færi svo að ég hefði sigur í kjöri um efsta sætið á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður,“ segir í tilkynningu frá Hauki Loga.

„Af þeim sökum sé ég ekki ástæðu til þess að halda framboði mínu áfram og hef því tilkynnt formanni kjörstjórnar um að ég dragi framboð mitt til baka. Meðframbjóðendum mínum óska ég velfarnaðar í framhaldinu og hvet ég Framsóknarmenn í Reykjavík til að fylkja sér á bak við Lilju Dögg Alfreðsdóttur og þann frambjóðanda sem sigrar í kosningunni um hitt oddvitasætið svo ná megi árangri í kosningunum í lok október. Stuðningsmönnum þakka ég góða hvatningu og stuðning á meðan framboðinu stóð,“ segir í tilkynningunni.

Frétt mbl.is: Haukur Logi býður sig fram í 1. sæti Reykjavík norður

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert