Fylgi Pírata dregst saman

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert

Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mests fylgis samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR og bætir lítillega við sig frá síðustu könnun fyrirtækisins. Fylgi flokksins mælist þannig 24,6% en var 24%. Píratar eru með næstmest fylgi, eða 22,4% fylgi, og hefur það dregist saman um 4,4 prósentustig frá því fyrir mánuði. Fylgi Pírata hefur ekki mælst minna síðan í febrúar á síðasta ári.

Fylgi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs stendur í 12,4% samanborið við 12,9% í síðustu skoðanakönnun. Fylgi VG mældist 18,0% í könnuninni þar áður. Framsóknarflokkurinn mælist með 10,6% fylgi en var 8,3% í síðustu könnun og 6,4% þar áður. 

Samfylkingin er með 9,1% fylgi en var með 8,4% í síðustu könnun. Viðreisn er á svipuðum slóðum með 8,8% fylgi samanborið við 9,4% í síðustu könnun. Björt framtíð mældist nú með 4,5% fylgi en var með 3,9% fyrir mánuði. Fylgi annarra flokka mældist um og undir 2%.

Stuðningur við ríkisstjórnina er 35,6% en mældist 33,9% í síðustu könnun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert