„Þetta er ótrúlegur stuðningur“

Guðlaugur Þór Þórðarson er með næstflest atkvæði þegar 980 af …
Guðlaugur Þór Þórðarson er með næstflest atkvæði þegar 980 af 3.430 atkvæðum hafa verið talin og fékk faðmlag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var að vonum hæstánægður þegar mbl.is náði tali af honum eftir að fyrstu úrslit voru kunngerð. Hann hlaut 720 atkvæði af þeim 980 sem þá höfðu verið talin í annað sætið.

„Þetta er ótrúlegur stuðningur,“ segir Guðlaugur Þór. „Ég hlaut mjög afgerandi kosningu í annað sætið sem ég bauð mig fram í, sem er oddvitasæti í öðru kjördæminu. Mér sýnist þetta vera dæmi um mjög vel heppnað prófkjör.“

Frétt mbl.is: Ólöf Nordal með örugga forystu

Segir Guðlaugur fjölbreyttan hóp hafa boðið sig fram og dreifingin í prófkjörinu virðist jöfn varðandi aldur, kyn og reynslu. „Mér sýnist við komin með mjög sterkan lista fyrir kosningarnar í haust,“ segir Guðlaugur. 

Spurður hvort sjálfstæðismenn séu að veita honum viðurkenningu fyrir vel unnin störf á kjörtímabilinu segir hann að svo virðist vera. „Fólk kann að meta áherslur mínar og þau mál sem ég hef unnið að eru sömuleiðis að skila sér,“ segir hann. „En við skulum ekki gleyma því að maður gerir ekkert einn. Ótrúlegur fjöldi sjálfboðaliða hefur unnið baki brotnu að því að ná þessum árangri.“

Sjá einnig: mbl.is - Áslaug Arna ánægð með fyrstu tölur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert