Skora á Sigurð Inga að gefa kost á sér

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Stjórn Framsóknarfélags Austur-Húnavatnssýslu hefur sent frá sér ályktun þar sem skorað er á Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra að gefa kost á sér sem formaður Framsóknarflokksins á flokksþingi flokksins sem fram fer í byrjun næsta mánaðar.

Stjórnin fundaði í gær og segir í fréttatilkynningu að málefni Framsóknarflokksins á landsvísu hafi verið til umræðu. Ályktunin, sem undirrituð er af Gunnari Tr. Halldórssyni formanni félagsins, er svohljóðandi: 

„Stjórn Framsóknarfélags Austur-Húnavatnssýslu skorar á Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins á flokksþingi sem haldið verður 1. og 2. október.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert