Eva stjórnarformaður Bjartrar framtíðar

Óttarr Proppé og Eva Einarsdóttir.
Óttarr Proppé og Eva Einarsdóttir. Ljósmynd/Björt framtíð

Óttarr Proppé var endurkjörinn formaður Bjartrar framtíðar á ársfundi flokksins sem fram fór í Hlöðunni í Gufunesbæ í Reykjavík í dag. Eva Einarsdóttir varaborgarfulltrúi var kjörin stjórnarformaður Bjartrar framtíðar og sigraði Björt Ólafsdóttur alþingismann.

Kosið var á milli þeirra Evu og Bjartrar í rafrænni kosningu. Samtals greiddu 74 atkvæði og hlaut Eva 40 atkvæði. Hún tekur við af Brynhildi S. Björnsdóttur sem gegnt hefur starfinu undanfarið ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert