Höskuldur vegur hart að Sigmundi

Höskuldur í ræðustól á kjördæmisþinginu.
Höskuldur í ræðustól á kjördæmisþinginu. Ljósmynd/Birkir Fanndal

„Sigurður Ingi Jóhannsson er best til þess fallinn að leiða Framsóknarflokkinn í komandi Alþingiskosningum,“ segir Höskuldur Þórhallsson alþingismaður í kynningarræðu sinni á tvöföldu kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi þar sem hann sækist eftir fyrsta sæti á lista.

Frétt mbl.is: „Ég er ekki fullkominn maður“

Höskuldur sótti hart að Sigmundi Davíð í ræðu sinni og segir að atburðarásin sem fór í gang í tengslum við Wintris og leka Panamaskjalanna geri það ljóst að Sigmundur Davíð sé ekki æskilegur kostur í forystusveit Framsóknarflokksins.

„Þessi atburðarás ásamt fjölmörgu öðru sem drifið hefur á daga formannsins hefur viðhaldið trúnaðarbresti milli hans og margra þingmanna okkar framsóknarmanna og milli hans og þjóðarinnar,“ sagði Höskuldur.

Þá sagði hann Framsóknarflokkinn enn eiga brýnt erindi við þjóðina og kvaðst bjartsýnn og spenntur fyrir komandi kosningum.

Frétt mbl.is: Sigmundi spáð sigri 

Frétt mbl.is: Kjördæmisþingið hafið 

Ljósmynd/Birkir Fanndal
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert