Telja atkvæðin á sunnudaginn

Lilja Rafney Magnúsdóttir og Bjarni Jónsson.
Lilja Rafney Magnúsdóttir og Bjarni Jónsson. Samsett mynd

Forvali Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Norðvesturkjördæmi lýkur í dag en það hefur staðið yfir frá 12. september. Upphaflega stóð til að forvalið færi fram með póstkosningu dagana 31. ágúst – 5. september en var frestað vegna tæknilegra ágalla.

Forvalið í Norðvesturkjördæmi er eina forvalið sem fram fer á vegum VG en annars staðar hefur farið fram uppstilling. Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður sækist eftir því að leiða framboðslistann líkt og fyrir síðustu þingkosningar.

Bjarni Jónsson fiskifræðingur sækist að sama skapi eftir fyrsta sæti listans. Lárus Ástmar Hannesson kennari sækist eftir 1.-2. sæti og Rúnar Gíslason leiðbeinandi 1.-3. sæti. Aðrir frambjóðendur sækjast eftir sæti neðar á framboðslistanum.

Samtals bjóða 11 sig fram í forvalinu en atkvæði verða talin næstkomandi sunnudag 25. september.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert