Gylfi leiðir Viðreisn í Norðvesturkjördæmi

Gylfi Ólafsson.
Gylfi Ólafsson.

Stjórn Viðreisnar hefur staðfest framboðslista flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 29. október næstkomandi. Gylfi Ólafsson heilsuhagfræðingur leiðir listann sem er skipaður konum og körlum til jafns. 

Fram kemur í tilkynningu, að listinn sé fjórði listinn af sex sem Viðreisn kynni til leiks fyrir kosningarnar. Ennfremur segir að á listanum sé öflugt fólk víðsvegar að úr kjördæminu. 

  1. Gylfi Ólafsson, heilsuhagfræðingur, Ísafirði      
  2. Lee Ann Maginnis, verkefnastjóri, Blönduósi   
  3. Sturla Rafn Guðmundsson, svæðisstjóri RARIK á Vesturlandi
  4. Lísbet Harðardóttir, málari, Ísafirði         
  5. Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson, lögfræðingur, Blönduósi
  6. Maren Lind Másdóttir, stjórnandi farangurskerfa á Keflavíkurflugvelli, Akranesi
  7. Jón Ottesen Hauksson, framkvæmdastjóri, Akranesi
  8. Ása Katrín Bjarnadóttir, nemi, Akranesi
  9. Jóhannes H. Hauksson, mjólkurfræðingur, Búðardal
  10. Jóhanna Guðrún Jónasdóttir, leikskólastjóri, Blönduósi
  11. Ragnar Már Ragnarsson, byggingarfræðingur, Stykkishólmi
  12. Unnur Björk Arnfjörð, skólastjóri, Ísafirði
  13. Pálmi Pálmason, framkvæmdastjóri, Akranesi
  14. Ragnheiður Jónasdóttir, verkefnastjóri, Akranesi
  15. Auður H. Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Ísafirði
  16. Jóhannes Finnur Halldórsson, hagfræðingur, Akranesi        
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert