Ætluðu að lýsa vantrausti á Sigmund

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þingflokkur Framsóknarflokksins var reiðubúinn að setja Sigmund Davíð Gunnlaugsson af sem forsætisráðherra í apríl. Þetta sagði Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, í hádegisfréttum RÚV.

Þá sagði hún að það væri ömurlegt að Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og varaformaður flokksins, væri sakaður um svikabrigsl með formannsframboði sínu.

„Við töldum þetta vera nauðsynlegt“

Sigurður Ingi sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í gær að þingflokkurinn hefði verið búinn að taka ákvörðun um að setja forsætisráðherrann af á örlagaríkum þingflokksfundi í apríl. Hefði þingflokkurinn ákveðið að biðja varaformann flokksins og þingflokksformanninn að fara á fund Sjálfstæðismanna til að ræða áframhaldandi stjórnarsamstarf. Silja Dögg, sem skipar annað sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi, á eftir Sigurði Inga, lýsti atburðarásinni með svipuðum hætti í samtali við RÚV.

„Við í þingflokknum töldum þetta vera nauðsynlegt á þessum tíma vegna þess að við vildum halda áfram að vinna að okkar góðu verkefnum og reyna að klára þau áður en við færum í kosningar. Þannig að við vorum með þessa tvo valkosti, annars vegar að halda áfram samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og freista þess að klára stór verkefni eins og húsnæðismálin, almannatryggingakerfið og fleira eða fara strax í þingrof og fara í kosningar strax í vor. Það taldi meirihluti þingflokksins ekki vera góðan kost á þessum tíma.“

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.

Ömurlegt að Sigurður Ingi væri sakaður um svikabrigsl

Silja Dögg sagði að það væri ömurlegt að Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og varaformaður flokksins, væri sakaður um svikabrigsl með formannsframboði sínu. Hann hefur staðið sig afskaplega vel sem forsætisráðherra. Hann hefur unnið vinnuna í umboði þingflokksins. Hann sóttist ekki eftir því að verða forsætisráðherra, hann ætlaði sér ekki að fara í formannsframboð, en vegna mikillar hvatningar hjá Framsóknarmönnum á öllu landinu, þá tók hann þessa ákvörðun í síðustu viku. Það var ekki með gleði í hjarta, heldur var hann eingöngu að sinna skyldu sinni gagnvart flokksmönnum,“ sagði hún.

Þá sagði Silja Dögg að Sigmundur Davíð gæti ekki neitað því að Wintris-málið væri ástæða þess að alþingiskosningunum hefði verið flýtt. Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra og Sigmundur Davíð hafa báðir sagt að Sigurður Ingi hafi gengið á bak orða sinna með formannsframboði sínu.

Sig­urður vék að meint­um lof­orðum sem Sig­mund­ur hef­ur sagt að Sig­urður hafi gefið um að fara ekki gegn sér í þættinum í gær. Sagði Sig­urður Sig­mund vísa til sam­tals sem átti sér stað í kjöl­far þess að Sig­urður var kjör­inn vara­formaður 2013, en þá hafi menn gert því skóna að hann væri orðinn ógn við Sig­mund.

Þeir áttu fund í kjöl­farið þar sem Sig­urður sagðist ánægður með vara­for­mann­sembættið og að hann hefði ekki hug á for­mann­sembætt­inu. Síðan hefði mikið vatn runnið til sjáv­ar og sam­starf þeirra Sig­mund­ar verið gott.

Í vor hafi hins veg­ar orðið trúnaðarbrest­ur milli for­manns­ins og þing­flokks­ins og boðað til þing­flokks­fund­ar kl. 13 um­rædd­an 5. apríl. Þegar Sig­urður mætti á fund­inn var þing­flokk­ur­inn bú­inn að taka ákvörðun um að setja for­sæt­is­ráðherra af og leita á fund Sjálf­stæðis­flokks­ins um áfram­hald­andi sam­starf en Sig­urður fékk tæki­færi til að setja Sig­mund inn í þróun mála þegar síðar­nefndi kom til baka frá Bessa­stöðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert