Framboðin orðin þrettán

Fjórir stjórnmálaflokkar hafa fengið úthlutað listabókstaf af innanríkisráðuneytinu á þessu kjörtímabili vegna þingkosninganna í haust. Það eru Viðreisn (C), Íslenska þjóðfylkingin (E), Flokkur fólksins (F) og Framfaraflokkurinn (N).

Fimmtán aðrir listabókstafir eru fráteknir frá síðustu kosningum. Meirihluti þeirra mun væntanlega bjóða fram að nýju en ljóst er að ýmis framboð munu að væntanlega ekki verða á kjörseðlinum að þessu sinni. Þar á meðal Hægri grænir, sem gengu inn í Íslensku þjóðfylkinguna og Sturla Jónsson sem gekk til liðs við Dögun.

Ekki liggur endanlega fyrir hver fjöldi framboða verður á kjörseðlinum en það mun endanlega liggja fyrir 15 dögum fyrir kosningar.

Eftirfarandi stjórnmálaflokkar hafa tilkynnt framboð (13):

Björt framtíð (A)

Framsóknarflokkurinn (B)

Viðreisn (C)

Sjálfstæðisflokkurinn (D)

Íslenska þjóðfylkingin (E)

Flokkur fólksins (F)

Húmanistaflokkurinn (H)

Framfaraflokkurinn (N)

Píratar (P)

Alþýðufylkingin (R)

Samfylkingin (S)

Dögun (T)

Vinstrihreyfingin - grænt framboð (V)

Flokkar sem hafa áður fengið úthlutuðum listabókstaf (6):

Hægri grænir (G)

Flokkur heimilanna (I)

Regnboginn (J)

Sturla Jónsson (K)

Lýðræðisvaktin (L)

Landsbyggðarflokkurinn (M)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert