Kosningarnar snúast um framtíðina

Ólöf Nordal.
Ólöf Nordal. mbl.is/Golli

„Nú hefur orðið viðsnúningur í rekstri ríkissjóðs. Árangur íslands hefur farið fram úr björtustu vonum. Örfá ár eru síðan við vorum á bjargbrúninni en nú er staðan önnur,“ sagði Ólöf Nordal innanríkisráðherra við eldhúsdagsumræður í kvöld.

Halda þurfi áfram að taka réttar ákvarðarnir. Kallað sé eftir auknum fjármunum. „Við þurfum að forgangsraða og horfa til framtíðar. Setjum stefnuna á heilbrigðiskerfið, grunnþjónustuna. Efnahagslegur ábati rennur til allra landsmanna. Við verðum lílka að horfa inn í framtíðina.“

Íslendingar lifi á tímum vísinda og byltinga. „Markmiðið er að fjölga stoðum atvinnulífsins. Við eigum að hugsa um menntakerfið sem mótorafl. Það þarf að efla sköpunarkraft og frumkvæði. Þannig tryggjum við komandi kynslóðum næg tækifæri. Hugsa um smábörnin, íslenskuna, málnotkun, þannig að íslenskan lifi.“ 

Ástæða sé til að halda áfram og taka stór skref fram á við. Um það snúist komandi kosningar. „Kosningarnar eiga að snúast um framtíðina og möguleika okkar til að vera í fremstu röð og þá skiptir máli hverng er stjórnað. Verðum að horfa til menntakerfisins. Þar liggja stóru tækifæri Íslands.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert