Boðað til landsstjórnarfundar hjá Framsókn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Sigurður Ingi Jóhannsson munu takast á …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Sigurður Ingi Jóhannsson munu takast á um formannsembætti flokksins um næstu helgi. mbl.is/Kristinn

Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að boðað hafi verið til landsstjórnarfundar hjá Framsóknarflokknum í kvöld þar sem framkvæmdastjórnin sinni ekki starfi sínu. 

Þetta kemur fram á Facebook-síðu Karls og tengist fyrri færslu hans þar sem hann hvatti til þess að Sigurður Ingi Jóhannsson fái jafnlangan ræðutíma á flokksþinginu og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Karl segir að ýmsir framsóknarmenn hafi gert athugasemdir við færsluna.

„Framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins ákveður dagskrá flokksþings. Formaður þess heitir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Hann hefur neitað að halda þar fundi lengi. Ritari flokksins, Eygló Harðardóttir hefur ekkert með dagskrá þingsins að gera. Hún er fomaður landsstjórnar sem sér um að boða miðstjórnarfundi og fer með vald miðstjórnar milli funda hennar.Í kvöld hefur verið boðað til landsstjórnarfundar þar sem framkvæmdastjórnin sinnir ekki starfi sínu,“ skrifar Karl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert