Bryndís færð upp í annað sæti í SV

Frambjóðendur í Valhöll þegar fyrstu tölur voru tilkynntar í prófkjöri …
Frambjóðendur í Valhöll þegar fyrstu tölur voru tilkynntar í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. mbl.is/Árni Sæberg

Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi hittist í kvöld þar sem lagður var fram breyttur listi frá því sem kom úr prófkjöri flokksins. Var samþykkt að Bryndís Haraldsdóttir færi í annað sæti listans á eftir Bjarna Benediktssyni sem leiðir hann. Þetta hefur mbl.is fengið staðfest.

Aðrir færðust niður um eitt sæti. Jón Gunnarsson, sem var í öðru sæti í prófkjörinu er því nú í þriðja sæti, Óli Björn Kárason fór niður í fjórða sæti og Vilhjálmur Bjarnason í það fimmta. Karen Elísabet Halldórsdóttir skipar svo sjötta sæti listans.

Listinn sem var samþykktur:

  1. Bjarni Benediktsson
  2. Bryndís Haraldsdóttir
  3. Jón Gunnarsson
  4. Óli Björn Kárason
  5. Vilhjálmur Bjarnason
  6. Karen Elísabet Halldórsdóttir

Jónas Þór Guðmundsson, formaður kjörnefndar, segir í samtali við mbl.is að tillaga kjörnefndar hafi verið lögð fram eftir að rætt hafi verið við alla hluteigandi sem lagt var að færðir yrðu til. Var hún samþykkt með yfirgnæfandi stuðningi á fundinum að sögn Jónasar. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um hvort þrýstingur hefði verið á um að færa konu ofar á listann, en eftir að niðurstöður prófkjörsins lágu ljósar fyrir urðu miklar umræður um gengi kvenna í prófkjörum flokksins.

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins fór fram 10. september og var hlaut Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og fjár­málaráðherra, ör­ugga kosn­inga í efsta sætið. Jón Gunn­ars­son alþing­ismaður varð í öðru sæti og Óli Björn Kára­son rit­stjóri í því þriðja. 

Vil­hjálm­ur Bjarna­son alþing­ismaður var fjórði, Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, formaður bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar, var fimmta og Kar­en Elísa­bet Hall­dórs­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi og varaþingmaður, lenti í sjötta.

Í viðtali við mbl.is daginn eftir prófkjörið sagðist Bryndís vera sátt með niðurstöðuna, en hún tók undir með óánægjuröddum innan flokksins að óæskilegt væri að hafa konur fyrst í fimmta sætinu. Harmaði hún hversu erfitt konur ættu erfitt uppdráttar í prófkjörum flokksins. 

Bryndís Haraldsdóttir.
Bryndís Haraldsdóttir. Ljósmynd/Bryndís Haraldsdóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert