Sigurður Ingi talar á flokksþingi

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Dagskrá flokksþings Framsóknarflokksins sem fram fer um helgina hefur verið breytt. Upphaflega var ekki gert ráð fyrir því í dagskrá að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra héldi ræðu á fundinum þar til henni var breytt.

Fundi framkvæmdastjórnar Framsóknarflokksins sem hófst klukkan eitt í dag er nú lokið að því er fram kemur í frétt Rúv en á fundinum var fjallað um dagskrá þingsins sem hefst í fyrramálið.

Er nú gert ráð fyrir yfirlitsræðum allra ráðherra Framsóknarflokksins á morgun og hefst sá dagskrárliður kl. 12:00 þar sem gert er ráð fyrir 15 mínútna ræðu forsætisráðherra. Þá er gert ráð fyrir framboðsræðum þeirra er gefa kost á sér til forystu í flokknum á sunnudag en þá verður jafnframt kosið um forystuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert