Sleit fundinum án niðurstöðu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sleit fundi framkvæmdastjórnar flokksins eftir liðlega klukkustundar fund upp úr kl. 14 í gær, án þess að endanleg niðurstaða fengist um hvernig dagskrá flokksþings flokksins skyldi breytt, þar sem formaðurinn sagði samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, að hann myndi ákveða dagskrá þingsins, ekki framkvæmdastjórn.

Sigmundur Davíð sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að ákveðin hefð væri fyrir því að formaður flokksins ákvæði endanlega dagskrá flokksþings Framsóknarflokksins.

„Ég vil vekja athygli á því að ég gerði ekki drögin að dagskrá flokksþingsins, en hins vegar lagði ég til að að ráðherrar flokksins fengju að flytja sínar yfirlitsræður. Fundurinn var ekki boðaður til þess að fara yfir dagskrá þingisins, enda var ég þegar búinn að leggja til að ráðherrar flyttu sínar ræður,“ sagði Sigmundur Davíð í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld.

Fyrir liggur að báðir formannsframbjóðendur, Þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Sigurður Ingi Jóhannsson, munu fá einhvern tíma til þess að flytja framboðsræður fyrir formannskjör á morgun, en samkvæmt drögum að dagskrá, eins og hún var á heimasíðu Framsóknarflokksins í gærkvöld, lá ekki fyrir hvenær eða hversu lengi hvor frambjóðandi fengi að tala.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær: „Það eru miklar líkur á því að ég bjóði mig fram í varaformanninn.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert