Fóru yfir víðan völl á hádegisfundi

Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingarinnar.
Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingarinnar.

Þetta gekk ágætlega. Við sátum saman og fórum yfir þessa fimm áherslupunkta þeirra og sögðum þeim hvernig við sæjum útfærslu á þeim fyrir okkur,“ sagði Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við mbl.is en hún hitti fulltrúa Pírata á fundi í hádeginu.

Pírat­ar boðuðu boðuðu til blaðamanna­fund­ar í fyrra­dag og til­kynntu að þeir vildu ræða við stjórn­ar­and­stöðuflokk­ana um sam­starf út frá meg­in­á­hersl­um Pírata. Samfylkingin er fyrsti flokkurinn sem þeir ræða við.

Frétt mbl.is: Allt á blússandi siglingu hjá okkur

Eftir að hafa rætt áherslur Pírata segir Oddný að umræðu hafi snúið að málum sem Samfylkingunni eru hugleikin. „Það eru jafnréttismál, málefni barna og húsnæðismál. Einnig töluðum við um loftslagsmál, spillingarmál og hvernig við gætum aukið traust í samfélaginu. Við fórum yfir víðan völl.

Formaðurinn bendir á að flokkarnir hafi unnið saman allt kjörtímabilið og þekki því áherslur hvors annars nokkuð vel. „Ég hef alltaf sagt það að ég mætti ráða þá myndi ég fyrst reyna að ná samkomulagi við stjórnarandstöðuna um ríkisstjórn. Við þurfum umbótastjórn og við fengjum hana þar.

Ekki er vitað hver næstu skref verða en Píratar hyggjast ræða við aðra flokka sem ekki eru í ríkisstjórn. „Við ákváðum að hugsa málið og sjá hvort við myndum hittast með hinum flokkunum. Þetta er ný nálgun í íslenskri pólitík sem okkur í Samfylkingunni þykir svolítið spennandi,“ sagði Oddný.

Fulltrúar Samfylkingarinnar og Pírata á fundi í morgun.
Fulltrúar Samfylkingarinnar og Pírata á fundi í morgun. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert