Forystumenn sitja fyrir svörum í beinni

Fundurinn er einn af fjölmörgum opnum umræðufundum sem haldnir eru …
Fundurinn er einn af fjölmörgum opnum umræðufundum sem haldnir eru fyrir kosningarnar. Í þetta skiptið eru umræðupunktarnir nokkuð miðaðir að atvinnu- og efnahagslífinu. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Forystumenn þeirra sjö flokka sem mælast með mest fylgi munu í dag klukkan 15:00 vera til svara á opnum umræðufundi um stjórnmál og atvinnulíf. Meðal umræðupunkta á fundinum er hver borgi kosningaloforð, hvort flokkar vilji lækka eða hækka skatta, hver sé besta leiðin að bættum lífskjörum, hvernig auka megi kaupmátt og halda verðbólgu og vöxtum lágum.

Þeir forystumenn sem mæta til fundarins eru Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og utanríkisráðherra, Smári McCarthy, frambjóðandi Pírata, og Þorsteinn Víglundsson, frambjóðandi Viðreisnar.

Áætlað er að fundurinn taki í heild 90 mínútur, en hann fer fram í Norðurljósasal Hörpunnar. Umræðum stýrir Kristján Kristjánsson fréttamaður. Fundurinn er í boði Viðskiptaráðs Íslands og Samtaka atvinnulífsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert