„Vel tekið hvar sem við komum“

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, er að vonum ánægð með niðurstöður …
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, er að vonum ánægð með niðurstöður nýjustu skoðanakönnunarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við þykjumst nú skynja meðbyr. Okkur er vel tekið hvar sem við komum og það er auðvitað ánægjulegt að sjá það endurspeglast í skoðanakönnunum. En við höldum bara ró okkar í þessu og höldum bara okkar striki.“

Frétt mbl.is: Aukið fylgi Vinstri grænna

Þetta segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, í samtali við mbl.is en ný skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sýnir flokkinn með 19,2% fylgi. Það er mesta fylgi sem VG hefur mælst með í könnunum undanfarna mánuði. Tekur flokkurinn stökk upp á við miðað við síðustu sambærilega könnun þar sem fylgið mældist 15,1%.

„Við fáum mjög góð viðbrögð sem er eini mælikvarðinn sem maður hefur í raun og veru,“ segir Katrín. Síðan komi einfaldlega í ljós hvernig kosningarnar sjálfar fari. Tíu dagar séu í þær og ýmislegt geti gerst á þeim tíma. „Það er talið niður á mínu heimili. Þeir eru ekkert mjög hressir með þetta mínir synir,“ segir hún og hlær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert