Fleiri kjósa utankjörfundar

Alls hafa rúmlega fimm þúsund kosið utankjörfundar.
Alls hafa rúmlega fimm þúsund kosið utankjörfundar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Alls hafa 5.332 kosið utankjörfundar fyrir alþingiskosningarnar sem fara fram 29. október. Af þeim hafa 3.280 kosið á höfuðborgarsvæðinu og 453 atkvæði hafa borist erlendis frá. Fleiri hafa kosið utan kjörfundar fyrir þessar alþingiskosningar þær síðustu, samkvæmt upplýsingum frá Bryndísi Bachman fagstjóra þinglýsinga hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 

„Nei, ekki ennþá. Við fylgjumst með og förum reglulega inn í klefana,“ segir Bryndís spurð hvort stimplum hafi verið stolið inn í kjörklefunum en í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn var stimpli með lista­bók­staf Fram­sókn­ar­flokks­ins, B, stolið í byrjun októbermánaðar. 

Frétt mbl.is: Stimpli Framsóknar stolið?

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Hallmundur Kristinsson: Von
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert