Allt frá lögfræðingum til sirkuskonu og borara

Þjóðin gengur til kosninga eftir rétt rúmlega viku og að …
Þjóðin gengur til kosninga eftir rétt rúmlega viku og að þeim loknum kemur í ljós hverjir það verða sem taka munu sæti á Alþingi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Almennar kosningar til Alþingis munu fara fram laugardaginn 29. október næstkomandi. Af því tilefni hefur landskjörstjórn birt auglýsingu um framboð þeirra 12 stjórnmálaflokka sem bjóða fram lista og nöfn þeirra 1.302 einstaklinga sem í framboði eru.

Þegar rýnt er nánar í listann má sjá hversu fjölbreyttir frambjóðendur eru, líkt og svo oft áður, en sumir þeirra eru m.a. titlaðir sem hugsuðir og þingskáld, en aðrir eru læknar, bifreiðarstjórar eða aðstoðarmenn af ýmsum toga.

Af þeim starfs- og menntatitlum sem teljast í hefðbundnara lagi og finna má á lista landskjörstjórnar eru t.a.m. framkvæmdastjórar, en þeir eru alls 61 auk þess sem einn titlar sig fyrrv. framkvæmdastjóra.

Á listanum eru einnig 19 titlaðir lögfræðingar, 16 stjórnmálafræðingar og þrír stjórnsýslufræðingar. 30 bændur gefa kost á sér til Alþingis, 10 skipstjórar, 16 verkamenn og verkakonur og sex lögreglumenn, að því er fram kemur í rýni Morgunblaðsins í nafnalistann í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert