„Ekki að reisa spítalann á besta stað“

Fulltrúar Framsóknarflokksins og samtakanna Betri spítali á blaðamannafundi um þjóðarsjúkrahús.
Fulltrúar Framsóknarflokksins og samtakanna Betri spítali á blaðamannafundi um þjóðarsjúkrahús. mbl.is/Golli

„Við erum að leggja áherslu á þetta mál vegna þess að þetta er stór fjárfesting og við viljum vera örugg á því að það sé verið að taka rétt ákvörðun. Framkvæmdir eru ekki komnar það langt og stóru áfangarnir eru ekki hafnir,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir í samtali við mbl.is.

Framsóknarflokkurinn boðaði til blaðamannafundar í dag þar sem kynntar voru tillögur flokksins um að hefja faglega úttekt á staðarvali fyrir nýjan spítala á næsta kjörtímabili. 

„Það er okkar tillaga að fara í sex mánaða vinnu sem er faglegt mat á staðarvali og hefur hreinlega ekki verið gert. Við höfum áhyggjur af því vegna þess að þetta verður risabygging á svæðinu. Við höfum áhyggjur af raski fyrir sjúklinga og aðstandendur, við höfum áhyggjur af miðborginni, við höfum áhyggjur af umferðarþunga þannig að þess vegna setjum við fram þessar tillögur,“ sagði Lilja. „Miðað við það sem við höfum skoðað þá bendir mjög mikið til þess að við séum ekki að reisa spítalann á besta stað.“

80% hjúkrunarfræðinga á sama máli

Á blaðamannafundinum var greint frá könnun meðal heilbrigðisstarfsmanna um viðhorf til staðsetningar spítalans og var niðurstaðan sú að meirihluti lækna og hjúkrunarfræðinga er hlynntur nýrri staðsetningu. 

„Í könnun meðal hjúkrunarfræðinga var niðurstaðan að 80% hjúkrunarfræðinga vilja nýja staðsetningu. Okkur ber auðvitað skylda til að hlusta á það og það sem þjóðin vill gera í málinu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert