Segir hagfræðingum að stunda alvöru stærðfræði

Ásta Guðrún Helgadóttir skipar þriðja sæti á lista Pírata í …
Ásta Guðrún Helgadóttir skipar þriðja sæti á lista Pírata í Reykjavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hagfræðin þarf að hverfa frá trúarlegum hugmyndum um hagvöxt og hagnað og byrja að stunda alvöru stærðfræði að mati Ástu Guðrúnar Helgadóttur sem skipar þriðja sæti lista Pírata í Reykjavík. 

Þrír frambjóðendur Pírata, þau Ásta Guðrún, Smári McCarthy og Birgitta Jónsdóttir, stóðu fyrir svörum á spjallborðssíðunni Reddit fyrir tveimur dögum. Notendur hvaðanæva úr heiminum spurðu þau spjörunum úr, ýmist á alvarlegum nótum eða léttum. 

„Nei, ekki endilega. En við þurfum að átta okkar á því hvernig við mælum virði,“ svaraði Ásta Guðrún þegar hún var spurð hvort samfélagið þyrfti að ganga á peningum. 

„Hagfræðin þarf að hverfa frá trúarlegum hugmyndum um hagvöxt og hagnað og byrja að stunda alvöru stærðfræði í stað skrautlegra formúlna sem rugla stjórnmálamenn í ríminu,“ skrifaði Ásta enn fremur í svari sínu. 

Skjáskot af spjallþræðinum á reddit.
Skjáskot af spjallþræðinum á reddit. Reddit.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert