Skuggakosningar í Fjarðabyggð

Vona að börnin fjölmenni á kjörstað á laugardag. Atkvæðaseðlar verða …
Vona að börnin fjölmenni á kjörstað á laugardag. Atkvæðaseðlar verða afhentir í kjördeildum sveitarfélagsins. mbl.is/Golli

Skuggakosningar ungs fólks í Fjarðabyggð fara fram samhliða alþingiskosningum á laugardaginn, 29. október. Kosningarétt hefur ungt fólk á aldrinum 14 til 17 ára.

„Þetta er að mínu mati mjög spennandi verkefni sem við erum að prófa. Bæjarstjórn tók tillögu ungamennaráðs Fjarðabyggðar um skuggakosningar fagnandi enda mikill vilji til að kveikja áhuga ungs fólks á stjórnmálum, efla þátttöku þess í umræðunni og hvetja það til að setja sig inn í málin. Vonandi skilar sér þetta í betri þátttöku ungs fólks m.a. í sveitarstjórnarkosningum næstu ára,“ segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, í Morgunblaðinu í dag.

Kosningin fer fram á vegum Ungmennaráðs Fjarðabyggðar og verður í framkvæmd lítt frábrugðin alþingiskosningum. Atkvæðaseðlar verða afhentar í kjördeildum sveitarfélagsins og þeim svo safnað í þar til gerða kjörkassa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert