Tæplega 19.000 hafa kosið utankjörfundar

Samtals höfðu 18.952 kosið utankjörfundar á landinu öllu við lok dags í gær. Inni í þeirri tölu eru þeir sem kosið hafa í sendiráðum Íslands og hjá ræðismönnum erlendis. Þar af höfðu 11.973 kosið á höfuðborgarsvæðinu.

Fjöldi utankjörfundaratkvæða er á svipuðu róli og fyrir síðustu þingkosningar 2013 samkvæmt upplýsingum frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Þó eru þau eitthvað færri. Hins vegar hefur verið talsverður straumur á höfuðborgarsvæðinu bæði í dag og í gær og gæti fyrir vikið orðið áfram fram að helgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert