Árni Páll síðastur að kjósa í Perlunni

Árni Páll kýs í Perlunni í kvöld.
Árni Páll kýs í Perlunni í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Árni Páll Árnason, oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, mætti í Perluna í kvöld og kaus utan kjörfundar. Var hann einn af rúmlega 3.700 sem mættu í Perluna í dag, á síðasta degi utan kjörfundar, til að kjósa og var Árni Páll síðasti kjósandinn í dag.

Í samtali við mbl.is segist Árni Páll vilja nýta daginn á morgun til að tala við kjósendur, allt frá upphafi dags til lokunar kjörstaða. „Ég átti leið fram hjá og það var gráupplagt að klára þetta,“ sagði Árni Páll og bætti við: „Ég þarf nú ekki að velta þessu mikið fyrir mér.“ Segir hann Samfylkinguna vera í þeirri stöðu núna að þurfa á öllu sínu að halda fyrir kosningarnar og að hann ætli að nýta daginn á morgun og ekki láta sitt eftir liggja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert