Enginn gegn breytingum á stjórnarskrá

Þingkosningar fara fram á morgun.
Þingkosningar fara fram á morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þeir sjö stjórnmálaflokkar sem líklegastir eru til að eiga fulltrúa á Alþingi eftir komandi þingkosningar eru allir hlynntir breytingum á stjórnarskrá Íslands.

Einn þeirra telur hins vegar brýnt að þær séu gerðar af yfirvegun og í áföngum til að skapa þverpólitíska sátt.

Framsóknarflokkurinn hafnar hugmyndum um að landið verði gert að einu kjördæmi. Samfylkingin vill breytingar á grundvelli stjórnlagaráðs.  Sjálfstæðisflokkurinn telur að fara skuli varlega í breytingar á stjórnarskránni en Píratar vilja setja nýja stjórnarskrá í forgang á næsta kjörtímabili og „uppfæra“ þannig Ísland. Viðreisn vill endurskoðun í áföngum og Vinstri græn segjast vilja „ljúka þeirri vinnu sem hófst með þjóðfundinum 2010 og klára nýja stjórnarskrá sem byggist á tillögum Stjórnlagaráðs.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert