Sjálfstæðisflokkurinn fær 24,7% hjá MMR

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sjálfstæðisflokkurinn nýtur 24,7% fylgis samkvæmt nýrri könnun MMR á fylgi stjórnmálaflokkanna en Píratar eru næst stærstir með 20,5% fylgi. Stuðningur við ríkisstjórnina mældist 35%.

Könnun MMR var framkvæmd dagana 26. til 28. október en svarendur voru 958.

Vinstri-grænir mældust með 16,2% fylgi, Framsókn með 11,4%, Viðreisn 8,9%, Björt framtíð 6,7% og Samfylkingin 6,1%.

Aðrir flokkar mældust um og undir 2%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert