Undirbúningur er á lokastigi

Starfsmenn Reykjavíkurborgar yfirfara kjörkassa í Ráðhúsinu.
Starfsmenn Reykjavíkurborgar yfirfara kjörkassa í Ráðhúsinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) sendir ekki fulltrúa hingað til lands til þess að hafa eftirlit með framkvæmd alþingiskosninganna á morgun.

Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir í umfjöllun um undirbúning kosninganna í Morgunblaðinu í dag, að nýverið hefði ráðuneytinu borist tilkynning frá ÖSE um að stofnunin teldi ekki þörf á að senda hingað til lands fulltrúa til eftirlits með framkvæmd kosninganna.

„Fulltrúar frá ÖSE komu hingað til eftirlits með framkvæmd þingkosninganna 2009 og 2013. Þeir gerðu jafnframt forkönnun á því hvort senda bæri eftirlitsmenn hingað vegna forsetakosninganna í sumar,“ sagði Urður, „en að þeirri könnun gerðri ákváðu þeir að þess gerðist ekki þörf eða ástæða til þess að fylgjast sérstaklega með kosningum hér á landi. Ekkert hefði komið á daginn frá því þeir voru hér síðast sem sýndi fram á að ástæða væri til þess að senda hingað eftirlitsmenn og nýverið hafa þeir sent okkur tilkynningu um þessa ákvörðun stofnunarinnar.“

Fjöldi erlendra fjölmiðla

Töluverður fjöldi erlendra fjölmiðla hefur boðað komu sína hingað til lands til þess að fylgjast með kosningunum á morgun og senda fréttir til heimalanda sinna, bæði sjónvarpsfréttir, útvarpsfréttir og fréttir í prentmiðla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert