Sigmundur vill ekki tjá sig strax

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir koma …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir koma inn á kosningavöku flokksins á Akureyri í kvöld. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, vill ekki tjá sig strax um fyrstu tölur úr kjördæminu. Miðað við þær hrynur fylgi flokksins úr tæpum 35% fyrir þremur árum í 13,5%. Sigmundur yrði eini þingmaður flokksins ef niðurstaðan yrði þessi en flokkurinn fékk fjóra menn síðast.

Sigmundur var ekki kominn á kosningavöku flokksins á Akureyri þegar fyrstu tölur úr kjördæminu voru lesnar upp. Hann var á leið akandi austan af landi ásamt Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, eiginkonu sinni, en kom á skrifstofuna rétt í þessu. Sigmundur, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi formaður flokksins, kvaðst ekki vilja tjá sig strax því ekki væri endilega mikið að marka fyrstu tölur. Hann myndi því ekki tjá sig fyrr en eitthvað liði á nóttina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert