Sigur að halda flokknum á þingi

Óttarr Proppé og Katrín Jakobsdóttir ræða saman í Útvarpshúsinu þar …
Óttarr Proppé og Katrín Jakobsdóttir ræða saman í Útvarpshúsinu þar sem leiðtogarnir hittust eftir miðnætti og ræddu stöðuna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta lítur mjög ánægjulega út fyrir okkur,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, en flokkurinn hefur hlotið 7,8 prósent greiddra atkvæða og fær því fimm menn inn að öðru óbreyttu. „Björt framtíð mældist náttúrlega í pilsnerfylgi fyrir nokkrum mánuðum. Ef þetta verður niðurstaðan er þetta mikill sigur, það er mjög ánægjulegt að sjá að við séum að halda okkur inni á þingi.“

Spurður út í möguleika flokksins á því að mynda næstu ríkisstjórn segir Óttarr flokkinn ekki endilega gera sér vonir um að komast í ríkisstjórn. „En við erum tilbúin að taka þátt í góðri ríkisstjórn. Við ætlum að standa á okkar prinsippum og málefnum þegar það að ríkisstjórnarmyndun,“ segir hann.

Spurður hvort hann líti öðrum augum nú á kosningabandalagið svonefnda sem myndað var í aðdraganda kosninganna, segir hann það aðeins hafa falist í því að flokkarnir sem að samkomulaginu stóðu myndu ræða saman fengju þeir skýran meirihluta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert