Útilokar eingöngu Pírata

Bjarni Benediktsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir voru ánægð í gærkvöldi …
Bjarni Benediktsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir voru ánægð í gærkvöldi á kosningavöku Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég mun segja við forsetann að ég telji það vera eðlilegt framhald af þessum kosningum, að ég fái umboð til að mynda næstu ríkisstjórn,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is.

Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 29% atkvæða og verður með 21 þingmann á þingi á næsta kjörtímabili. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur ekki haft samband við Bjarna og veitt honum umboð til að hefja stjórnarmyndunarviðræður:

Nei, við höfum ekkert heyrst.

Bjarni kveðst aðspurður margoft hafa sagt hvaða flokka hann útiloki að geti starfað með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn:

„Ég hef haldið nokkurn veginn öllu opnu. Ég hef sagt að við værum ekki að fara að vinna með Pírötum en ég hef ekki þrengt stöðuna meira en það.“

Öðrum kostum er því haldið opnum og telur Bjarni að það sé ágætis byrjun. „Við sjáum til hvað þetta gengur hratt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert