Vill ekki samstarf með bandalaginu

Benedikt Jóhannesson á kosningavöku Viðreisnar í gær.
Benedikt Jóhannesson á kosningavöku Viðreisnar í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Benedikt Jóhannessyni, formanni Viðreisnar, hugnast ekki stjórnarsamstarf með Pírötum, Vinstri grænum, Bjartri framtíð og Samfylkingu. Þetta kom fram í umræðuþætti leiðtoga stærstu stjórnmálaflokkanna í hádegisfréttatíma Stöðvar 2.

Spurður hvort hann gæti hugsað sér ríkisstjórn þessara fimm flokka sagði Benedikt að honum hugnaðist ekki að „ganga sem fimmti flokkur inn í Píratabandalagið“.

Heimir Már Pétursson fréttamaður spurði hann þá hvort honum hugnaðist jafnvel minnst samstarf með Pírötum, af öllum flokkum.

„Ég sagði það nú ekki,“ svaraði Benedikt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert