Vill leiða stjórnarmyndun

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, mætir til fundar á Bessastöðum.
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, mætir til fundar á Bessastöðum. mbl.is/Golli

„Ég fór svona yfir málin með honum eins og þau horfa við frá okkar sjónarhóli,“ sagði Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, eftir fund með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Spurður um tillögur Viðreisnar sagði Benedikt þær hafa legið lengi fyrir en flokkurinn hefur kallað eftir frjálslyndri miðjustjórn.

„Mín tillaga var ljós fyrir fundinn. Að við myndum leiða stjórnarsamstarf með stjórnarmyndun án þess að ég kæmi með ákveðið munstur í því,“ sagði Benedikt. Spurður hvort hann hefði óskað eftir stjórnarmyndunarumboðinu formlega sagði hann þetta hafa verið hans tillögu.

Spurður um næstu skref sagði hann að nú væri bara að bíða eftir ákvörðun forsetans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert