Stjórnin hélt velli í skuggakosningunni

Frá Eskifirði í Fjarðabyggð.
Frá Eskifirði í Fjarðabyggð. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Ríkisstjórnarflokkarnir héldu velli í skuggakosningum ungmenna í Fjarðabyggð. Þær voru um leið og þingkosningarnar 29. október sl. Atkvæðin voru talin í fyrradag.

Bjarki Ármann Oddsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi í Fjarðabyggð, sagði að á kjörskrá hefðu verið unglingar 14 ára og eldri sem ekki voru orðnir 18 ára. Kjörsókn var að meðaltali 22%. Hún var best á Reyðarfirði þar sem 39% unglinganna kusu. Kosið var á kjörstöðum alþingiskosninganna, sem voru sex talsins í sveitarfélaginu.

Hægt var að kjósa stjórnmálaflokka sem buðu fram í Norðausturkjördæmi. Framsóknarflokkurinn fékk 28% atkvæða og fjóra þingmenn, Sjálfstæðisflokkurinn fékk 23% og þrjá þingmenn, VG fékk 14% og einn þingmann, Píratar fengu 9% og einn þingmann og Viðreisn fékk 8% og einn þingmann. Aðrir flokkar fengu ekki þingmenn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert