Vilja að loftslagsmál verði höfð að leiðarljósi

Ingrid Kuhlman er einn félaga í Parísar 1,5 baráttuhópnum.
Ingrid Kuhlman er einn félaga í Parísar 1,5 baráttuhópnum.

Baráttuhópurinn París 1,5 skorar á þá stjórnmálaflokka sem standa að stjórnarmyndun eftir kosningarnar 29. október að hafa loftslagsmálin að leiðarljósi í stjórnarsáttmála við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem hópurinn hefur sent til fjölmiðla.

„Það skiptir miklu máli að frá núverandi kjörtímabili verði unnið að því með öllum tiltækum ráðum að stöðva hlýnun jarðar og þá ógnvænlegu þróun sem blasir við heimsbyggðinni ef ekkert verður að gert. Tími aðgerða er núna - það má ekki fresta þeim þangað til á næsta kjörtímabil.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert