Ekkert formlegt hjá Samfylkingunni

Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.

Engar formlegar viðræður hafa átt sér stað um mögulega stjórnarmyndun á milli Samfylkingarinnar og annarra flokka síðustu daga. Þetta segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Engir formlegir fundir hafa heldur verið boðaðir.

„Við munum ekkert koma í veg fyrir að hér verði mynduð umbótastjórn en það hefur ekki verið neitt formlegt,“ segir Heiða Björg.

 „Allir flokkar tala saman. Það er bara eðlilegt í kjölfarið af þingkosningunum að finna einhverjar lausnir.“

Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði á Facebook-síðu sinn í gærkvöldi að Samfylkingin gæti auðveldlega orðið sá bútur sem þyrfti til að mynda nýja ríkisstjórn.

„Við munum nálgast þá stöðu af fullri ábyrgð og skoða aðkomu okkar að ríkisstjórn, verði áherslur okkar stór hluti af málefnasamningin,“ skrifaði Logi Már.

Hugsanlega mun Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálfstæðisflokksins, skili af sér umboðinu til stjórnarmyndunar um helg­ina ef hann nær ekki samkomulagi við aðra flokka en hann hefur átt í viðræðum við Viðreisn og Bjarta framtíð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert