Lykilfólk kemur að viðræðunum

Formennirnir hressir í bragði á fundinum í morgun.
Formennirnir hressir í bragði á fundinum í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Búið er að skipa fólk í málefnavinnu vegna stjórnarmyndunarviðræðna Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Fjórir koma úr hverjum flokki að því er fram kemur á vef Ríkisútvarpsins.

Fyrir Sjálfstæðisflokk: Bjarni Benediktsson, Teitur Björn Einarsson, þingmaður Norðvesturkjördæmis og aðstoðarmaður Bjarna á síðasta kjörtímabili, Svanhildur Hólm, aðstoðarmaður Bjarna, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari flokksins og þingmaður.

Fyrir Viðreisn: Benedikt Jóhannesson, Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður flokksins og þingmaður, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorsteinn Víglundsson, þingmenn.

Fyrir Bjarta framtíð: Óttarr Proppé, Björt Ólafsdóttir þingmaður, Theódóra S. Þorsteinsdóttir, þingmaður og bæjarfulltrúi í Kópavogi, og G. Valdimar Valdemarsson sem á sæti í framkvæmdastjórn flokksins.

Frétt mbl.is: Formennirnir bjartsýnir á framhaldið

Formenn flokkanna þriggja, þeir Bjarni Benediktsson, Benedikt Jóhannesson og Óttarr Proppé funduðu saman í fjármálaráðuneytinu í morgun. Sögðust þeir þá bjartsýnir á framhaldið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert