Þrýst á að þing komi saman til að afgreiða fjárlögin

Nýir þingmenn í Alþingishúsinu.
Nýir þingmenn í Alþingishúsinu. mbl.is/Golli

Í dag eru nákvæmlega þrjár vikur síðan Íslendingar gengu að kjörborðinu og kusu nýtt Alþingi.

Enn hefur nýtt þing ekki verið kallað saman enda standa nú yfir stjórnarmyndunarviðræður og óvíst hvaða flokkar muni mynda nýja ríkisstjórn.

En aðeins er rúmur mánuður er til jóla og því hefur myndast þrýstingur á að kalla þing saman til að taka fjárlagafrumvarp ársins 2017 til afgreiðslu. Fjárlagafrumvarpið mun vera svo gott sem tilbúið til prentunar en óvíst er á þessari stundu hvort Bjarni Benediktsson leggur frumvarpið fram eða fjármálaráðherra nýrrar ríkisstjórnar, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert