Ákveðið síðar í dag eða í fyrramálið

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar.
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Niðurstaðan var sú að við ætlum að tala við okkar þingflokk,“ sagði Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, í samtali við mbl.is eftir fund með fulltrúum VG, Bjartrar framtíðar, Pírata og Samfylkingar í Alþingishúsinu í dag.

„Svo verður framhaldið ákveðið síðar í dag eða í fyrramálið,“ bætti Benedikt við.

Fulltrúar flokkanna höfðu áður rætt saman í gær með það fyrir augum að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Ekki var ákveðið á fundinum í dag að hefja formlegar viðræður í vikunni en Benedikt sagði að lítið hefði verið rætt um málefni á fundinum í dag:

„Þetta var kannski meira fundur um verklag en fundur um málefni. Þannig að það kom ekkert meira í ljós þar en var í gær.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert