17% ákváðu sig í kjörklefanum

Hátt í 30% þeirra sem kusu í nýafstöðnum alþingiskosningum tóku ekki ákvörðun fyrr en samdægurs og þar af ákváðu nær 17% sig ekki fyrr en í kjörklefanum eða á kjörstað. Þetta kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallup.

Netkönnun var framkvæmd dagana 3. til 14. nóvember sl. Heildarúrtakið voru 1.424 og svarhlutfall var 59,1%, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Innan við þriðjungur þeirra sem kusu hafði tekið ákvörðun um hvað hann ætlaði að kjósa mánuði fyrir kosningar, eða tæp 31%. Ríflega 5% tóku ákvörðun 3-4 vikum fyrir kosningar, rúmlega 14% tóku ákvörðun 1-2 vikum fyrir kosningar og nær 20% ákváðu sig í vikunni sem kosið var.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert