Fáir kostir eru í stöðunni

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, mun funda með þingflokki sínum í …
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, mun funda með þingflokki sínum í þinghúsinu kl. 9 í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það verður að segjast að valkostunum fer nú kannski ekki fjölgandi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, en hún notaði gærdaginn til að ræða við fulltrúa flestra flokka. Sú hugmynd hafi komið upp að fá Framsóknarflokkinn inn í fjölflokkasamstarf en það virðist þó hafa verið vandkvæðum bundið. „Píratar hafa hafnað því samstarfi og Framsóknarflokkurinn hefur sömuleiðis ekki lýst áhuga á því samstarfi.“

Katrín mun funda með þingflokki VG kl. 9 í dag. „Ég fer yfir þessa stöðu aftur með mínum flokki, en tel mig þá vera búna að fara aftur rækilega yfir sviðið og met að því loknu hvað við gerum,“ segir hún en kveðst einnig gera ráð fyrir að ræða við forsetann aftur í dag. Katrín hitti forsetann síðast í gærmorgun þar sem hann hvatti hana til að nýta daginn í að fara yfir stöðu mála og heyra í fólki.

Spurð hvort hún sjái fyrir sér einhverjar breytingar á viðhorfi VG til skattalagabreytinga í ljósi þess að þetta var helsti ásteytingarsteinn í fimm flokka samstarfi við Viðreisn, segir Katrín að hún hafi litið svo á að kosningarnar nú í haust hefðu að miklu leyti snúist um vilja til að auka útgjöld til heilbrigðis-, mennta- og velferðarmála. „Ég vænti þess að enginn flokkur hafi gleymt því sem hann sagði fyrir kosningar um þau mál,“ bætti hún við. „Við höfum að minnsta kosti ekki gleymt því og þess vegna lögðum við nú áherslu á að það yrðu gerðar einhverjar raunhæfar áætlanir um hvernig hægt væri að standa við allavega eitthvað af þessum væntingum.“

Bíða með að kalla saman þing

„Ég tel að við ættum í það minnsta að láta næstu viku líða og sjá hvort komin verður ríkisstjórn áður en við förum að kalla þingið saman,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, en þá þurfi að vera góð samstaða milli þingflokka um hvernig verði að því staðið. Vitað hefði verið, þegar ákveðið var að fara í haustkosningar, að ný ríkisstjórn hefði ekki mikið svigrúm til breytinga á því fjárlagafrumvarpi sem fyrir liggur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert