Píratar kjósa um breytingartillögu

Píratar kjósa um breytingartillöguna í ra­f­rænu at­kvæðagreiðslu­kerfi flokks­ins.
Píratar kjósa um breytingartillöguna í ra­f­rænu at­kvæðagreiðslu­kerfi flokks­ins. mbl.is/Árni Sæberg

Hraðkosning um tillögu á breytingu á stefnu Pírata varðandi þingsetu ráðherra hefst klukkan 18 í kvöld á rafrænu atkvæðagreiðslukerfi flokksins. Samþykkt var að setja tillöguna í hraðmeðferð á almennum félagsfundi Pírata í gærkvöld.

 Frétt mbl.is: Ráðherrakrafan gildi eingöngu um Pírata

Í núverandi stefnu Pírata um samskipti ráðherra og Alþingis segir að Píratar skuli „ekki eiga aðild að ríkisstjórn þar sem ráðherrar sitji jafnframt sem þingmenn“. Kosið er um að stefnan skuli eftirleiðis hljóða svo: „Ráðherrar Pírata skulu einungis sitja á Alþingi samkvæmt embættisstöðu sinni sem ráðherrar en ekki sem þingmenn.“

Stefna Pírata mun því enn segja til um að ráðherrar Pírata megi ekki sitja á þingi en með breytingunni útilokar flokkurinn ekki aðild að ríkisstjórn þar sem ráðherrar annarra flokka eru jafnframt þingmenn.

Hraðkosningin verður opin í sólarhring og munu niðurstöður því liggja fyrir á næstu dögum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert