Mjakast örlítið í viðræðum

Formenn flokkanna hafa ræðst við um helgina en óvíst er …
Formenn flokkanna hafa ræðst við um helgina en óvíst er hvenær hafnar verða formlegar tilraunir til stjórnarmyndunar. mbl.is/Golli

Enn liggur ekki fyrir hvaða flokkar munu hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður, eða hvenær. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins notuðu formenn Sjálfstæðisflokks, VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar helgina til þess að ræða óformlega saman, en aldrei öll fjögur saman.

Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin munu hafa verið meira á hliðarlínunni, en þó einnig átt í samtölum við fulltrúa annarra flokka, að því er fram kemur í umfjöllun um tilraunir til stjórnarmyndunar í Morgunblaðinu í dag.

Í gær var helst búist við því að formlegar viðræður myndu innan tíðar hefjast á milli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Það sem sagt var standa í vegi fyrir því voru efasemdir formanna Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar um að það nægði að hafa eins þingmanns meirihluta í slíkri ríkisstjórn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert