Ágætt að einbeita sér að fjórum í einu

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar.
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. mbl.is/Hjörtur

„Þetta var spjall. Við höfum verið á mörgum svona spjallfundum og alltaf er gagn að því, maður heyrir afstöðu annarra og kynnist fólkinu betur,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, í samtali við mbl.is.

Fulltrúar fimm flokka sem ætla að reyna að mynda ríkisstjórn hittust á óformlegum fundi í dag. Auk Viðreisnar eru það Björt framtíð, Samfylkingin, Vinstri grænir og Píratar en forseti Íslands veitti Pírötum umboð til stjórnarmyndunarviðræðna á föstudag.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að hann vildi láta aft­ur reyna á stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður við Viðreisn og Bjarta framtíð. Benedikt telur ágætt að einbeita sér að einu verkefni í einu.

„Ég held að það sé ágætt að einbeita sér að því að tala við fjóra í einu. Það er ágætt að fara yfir þessar viðræður, það er nógu flókið. Við erum samt ekki einu sinni komin svo langt, erum bara að sjá hvar málefnaágreiningur gæti legið. Menn finna út úr því hvort hægt sé að brúa það og með hvaða hætti,“ segir Benedikt en aftur verður fundað á morg­un eft­ir þing­setn­ingu en hún hefst klukk­an 13.30.

Áður hafði komið fram að ákvörðun um form­leg­ar stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður muni liggja fyr­ir í lok þess­ar­ar viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert